Pierre-Emerick Aubameyang kennir stjórn félagsins um að hann sé ekki búinn að krota undir nýjan samning.
Aubameyang verður samningslaus á næsta ári en hefur ekki fengið boð frá Arsenal um framlengingu nýlega.
Viðræður hafa átt sér stað en ljóst er að það yrði mikil blóðtaka fyrir Arsenal að missa framherjann.
,,Ég hef ekki fengið neitt tilboð undanfarið en við höfum rætt við félagið í nokkra mánuði,“ sagði Aubameyang.
,,Stjórnin veit vel af hverju ekkert hefur gerst hingað til. Þeir eru með lykilinn. Þetta er undir þeim komið.“