Magni er búið að tryggja sér sæti í næstu umferð Mjólkurbikars karla eftir leik við KF á Ólafsfirði í dag.
Magnamenn voru í vandræðum gegn KF en venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli.
KF komst svo yfir í framlengingu áður en Kristinn Þór Rósbergsson tryggði vítakeppni þegar ein mínúta var eftir.
Magni hafði svo að lokum betur í vítakeppninni og samtals 8-9.
Fyrr í dag komst Höttur/Huginn áfram eftir leik við Fjarðabyggð. Fjarðabyggð komst yfir en heimamenn sneru leiknum við í seinni hálfleik.
Höttur/Huginn 2-1 Fjarðabyggð
0-1 Filip Sakaluk
1-1 Steinar Aron Magnússon(víti)
2-1 Eiríkur Þór Bjarkason
KF 2-2 Magni (8-9 eftir vítakeppni)
0-1 Alexander Ívan Bjarnason
1-1 Hrannar Snær Magnússon
2-1 Halldór Mar Einarsson
2-2 Kristinn Þór Rósbergsson(víti)