Miðjumaðurinn Jorginho er sterklega orðaður við Juventus þessa dagana en hann er samningsbundinn Chelsea.
Jorginho var áður á mála hjá Napoli þar sem hann vann með Maurizio Sarri.
Sarri er nú stjóri Juventus og ku hafa mikinn áhuga á að fá Jorginho til félagsins í sumar.
Samkvæmt the Athletic hafa þeir tveir þó ekki talað saman í meira en ár síðan Sarri fór frá Chelsea.
Athletic segir að Jorginho sé að elska lífið í London og vill halda áfram að sanna sig fyrir stuðningsmönnum enska liðsins.