Sebastian Kehl, liðsstjóri Dortmund, segir að það sé ekki rétt að Jadon Sancho sé á leið til Liverpool í sumar.
Sancho er sterklega orðaður við Liverpool sem og Manchester United en hann er enskur að uppruna.
Undanfarið hefur Sancho mikið verið orðaður við brottför á Anfield en Kehl hefur ekki áhyggjur.
,,Það er ekkert til í þessu. Við viljum halda að hann spili fyrir okkur á næstu leiktíð,“ sagði Kehl.
Sancho myndi kosta allt að 100 milljónir punda en hann er 20 ára gamall og mikið efni.