Hristo Stoichkov, goðsögn Barcelona, segir að það sé ósanngjarnt að kenna Lionel Messi um að Argentína hafi ekki unnið HM með hann í liðinu.
Messi er af mörgum talinn besti leikmaður heims og fær alltaf sökina ef Argentínu gengur illa.
Stoichkov segir að það sé ósanngjarnt og hefur komið ‘vini sínum’ til varnar.
,,Ég myndi skipta út Gullskónum sem ég fékk á HM 1994 til að sjá Messi vinna mótið,“ sagði Stoichkov.
,,Alltaf þegar hann tapar þá er Messi kennt um. Þeir tala aldrei um þá sem spila með honum og þeim mistekst líka.“
,,Á HM 2010 voru þeir með frábært lið og hvar enduðu þeir? Enginn spyr að því.“