fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Guðni forseti mættur á völlinn: ,,Sérstaklega gaman að hitta Margréti“

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. júní 2020 10:30

Guðni í stafni Árna Friðrikssonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur á leik KR og Vals í gær í Pepsi Max-deild kvenna.

Knattspyrnan hér heima er nú farin af stað á ný og var leikur gærkvöldsins opnunarleikur mótsins.

Guðni skemmti sér konunglega á leiknum eins og mátti sjá í Facebook-færslu forseta eftir leikslok.

Með færslunni birti Guðni einnig mynd en á henni má sjá Margréti Láru Viðarsdóttur sem lagði nýlega skóna á hilluna.

Margrét er ein besta knattspyrnukona sem við höfum átt en hún ákvað að kalla þetta gott eftir síðustu leiktíð.

,,Það var sérstaklega gaman að hitta Margréti Láru Viðarsdóttur sem var heiðruð fyrir leikinn. Margrét Lára er enn frábær íþróttamaður og fyrirmynd þótt knattspyrnuskórnir séu komnir á hilluna,“ skrifar Guðni.

Þeir Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, voru einnig með á mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun Chelsea samþykkja skiptin?

Mun Chelsea samþykkja skiptin?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg
433Sport
Í gær

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa bullandi trú: ,,Hann mun ganga frá þér“

Arteta virðist hafa bullandi trú: ,,Hann mun ganga frá þér“