fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Ólst sjálfur upp við fátækt – Hefur safnað milljörðum svo börn upplifi ekki svengd

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. júní 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford framherji Manchester United hefur heldur betur látið til sín taka nú þegar kórónuveiran hefur sett svip sinn á heiminn.

Rashford fór í átak um leið og skólum í Bretlandi var lokað og ætlaði að safna fyrir mat fyrir börn sem treysta á að skólamáltið á hverjum degi. Um er að ræða börn sem koma af heimilum þar sem lítið er um fjármuni, þau treysta á kerfið til að fá matinn.

Rashford setti sér það markmið í byrjun að safna 100 þúsund pundum og lagði sjálfur til verulega upphæð. Það var strax ljóst að hann færi langt fram úr markmiði sínu.

Rashford hefur nú safnað 20 milljónum punda og getur gefið 3 milljónum barna fría máltið í hverri viku. Hann ólst sjálfur upp við fátækt og hefur ekki gleymt því hvernig það er.

Rashford þénar tugir milljóna í hverri viku í dag. „Ég sagði alltaf að ef ég yrði í stöðu til að gera svona þá myndi ég alltaf gera það,“ sagði Rashford.

Hann hefur hjálpað mikið til í Manchester frá því að hann skaust upp á stjörnuhiminn og reynir að hjálpa þeim sem lítið eiga. Hann hefur nú sett sér það markmið að ekkert barn ætti að upplifa hungur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sá pólski á förum frá Arsenal

Sá pólski á förum frá Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Í gær

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins
433Sport
Í gær

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts