Það átti að fara fram æfngaleikur á æfingasvæði Manchester United í dag en hætt var við hann skömmu áður en hefja átti leik.
Leikmenn Stoke voru mættir á æfingasvæði United þegar allt var blásið af.
Nú hefur verið greint frá því að Michael O´Neill þjálfari Stoke hafi greinst með veiruna. Hann hafði verið prófaður fyrir henni í gær og niðurstöður bárust þegar leikurinn átti að fara að hefjast. Allir leikmenn Stoke og þjálfarinn voru sendir í burt. United telur öruggt að enginn hjá félaginu hafi náð í veiruna.
United vonaðist til þess að fá mínútur undir belti leikmanna en liðið vonast til að mæta West Brom um helgina.
Rúm vika er í að United fari af stað en liðið heimsækir Tottenham í fyrsta leik.