Manchester City er á leið inn í eina mikilvægustu viku í sögu félagsins. Alþjóða íþrottadómstóllinn mun taka mál Manchester City fyrir frá 8 til 10 júní.
UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. ,,Stuðningsmenn okkar geta verið öryggir með það að þessar ásakanir eru rangar,“ sagði Ferran Soriano, stjórnarformaður Manchester City um dóm UEFA á dögunum.
Málið var fyrst á dagskrá nú í maí en var frestað vegna kórónuveirunnar. City er sakað um að hafa brotið fjárhagsreglur UEFA, félagið segir UEFA aldrei hafa skoðað málið hlutlaust. UEFA hafi lagt af stað í þessa rannsókn til að dæma félagið.
,,Við munum gera allt til þess að sanna hvað er satt og rétt í þessu máli.“
Ef bannið heldur og áfrýjun City verður hafnað er ljóst að lykilmenn félagsins gætu hugsað sér til hreyfings.