fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Starfsmaður Puma spenntur: „Stuðningur íslenskra stuðningsmanna er magnaður“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. maí 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Johan Adamsson yfirmaður markaðsmála hjá Puma segist afar spenntur fyrir komandi samstarfi við KSÍ en greint var frá sex ára samningi Puma við KSÍ í vikunni.

Íslenska landsliðið hefur um langt skeið leikið í búningum frá Errea. „Við erum hrikalega spennt fyrir þessu samstarfi við KSÍ,“ sagði Adamsson þegar blaðamaður ræddi við hann í dag.

Johan segir að Puma hafi hrifist af uppgangi íslenska landsliðsins síðustu ár og að gildi liðsins innan vallar séu góð. „Það er góður liðsandi og viðhorf leikmanna er fyrsta flokks, liðið skilur allt eftir á vellinum og vilja berjast á stærsta sviðinu. Stuðningur íslenskra stuðningsmanna er magnaður og við erum spennt að sjá hvað landslið Íslands gera innan vallar.“

Hjá Puma er sú trú að íslenska landsliðið muni áfram fara inn á stórmót og gera vel. „Við trúum á það og að sambandið sem heild nái árangri. Þrátt fyrir fáa íbúa þá hefur Íslands marga hæfileikaríka leikmenn. Við erum spenntir fyrir því að sjá hvað liðið gerir. Við ætlum að styðja liðið innan sem utan vllar.“

„Við erum ánægð með að hafa gert langtímasamning við KSÍ. Við höfum sömu gildi og ástríðu, við elskum leikinn og viljum ná árangri á meðal þeirra bestu.“

Íslenskir stuðningsmenn eiga von á góðu í samstarfinu við Puma. „Ég get staðfest að við verðum með meiri varning en bara treyjurnar. Við erum mjög spennt að frumsýna allt það sem verður í boði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rúta PSG fór án Mbappe

Rúta PSG fór án Mbappe
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
433Sport
Í gær

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur
433Sport
Í gær

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Í gær

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins