fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Starfsmaður Puma spenntur: „Stuðningur íslenskra stuðningsmanna er magnaður“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. maí 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Johan Adamsson yfirmaður markaðsmála hjá Puma segist afar spenntur fyrir komandi samstarfi við KSÍ en greint var frá sex ára samningi Puma við KSÍ í vikunni.

Íslenska landsliðið hefur um langt skeið leikið í búningum frá Errea. „Við erum hrikalega spennt fyrir þessu samstarfi við KSÍ,“ sagði Adamsson þegar blaðamaður ræddi við hann í dag.

Johan segir að Puma hafi hrifist af uppgangi íslenska landsliðsins síðustu ár og að gildi liðsins innan vallar séu góð. „Það er góður liðsandi og viðhorf leikmanna er fyrsta flokks, liðið skilur allt eftir á vellinum og vilja berjast á stærsta sviðinu. Stuðningur íslenskra stuðningsmanna er magnaður og við erum spennt að sjá hvað landslið Íslands gera innan vallar.“

Hjá Puma er sú trú að íslenska landsliðið muni áfram fara inn á stórmót og gera vel. „Við trúum á það og að sambandið sem heild nái árangri. Þrátt fyrir fáa íbúa þá hefur Íslands marga hæfileikaríka leikmenn. Við erum spenntir fyrir því að sjá hvað liðið gerir. Við ætlum að styðja liðið innan sem utan vllar.“

„Við erum ánægð með að hafa gert langtímasamning við KSÍ. Við höfum sömu gildi og ástríðu, við elskum leikinn og viljum ná árangri á meðal þeirra bestu.“

Íslenskir stuðningsmenn eiga von á góðu í samstarfinu við Puma. „Ég get staðfest að við verðum með meiri varning en bara treyjurnar. Við erum mjög spennt að frumsýna allt það sem verður í boði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarliðin í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar – Nýju mennirnir byrja hjá Liverpool

Byrjunarliðin í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar – Nýju mennirnir byrja hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bayern komið á fullt í viðræður vegna Nkunku

Bayern komið á fullt í viðræður vegna Nkunku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu
433Sport
Í gær

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt
433Sport
Í gær

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns
433Sport
Í gær

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning