Real Madrid er verðmætasta knattspyrnufélag í heimi en þetta kemur fram í skýrslu KPMG. Félagið er metið á tæpa 3 milljarða punda.
Manchester United er áfram í öðru sæti en virði félagsins fer niður um tvö prósent. LIverpool stekkur upp um 2 sæti en félagið er í fimmta sæti yfir verðmætustu knattspyrnufélög í heimi.
Manchester City og Chelsea falla niður á listanum en virði PSG hefur aukist um 36 prósent á milli ára.
Verðmætustu knattspyrnufélög í heimi:
1. Real Madrid (Óbreytt) – £2.95bn (+1.5%)
2. Manchester United (Óbreytt) – £2.84bn (-2%)
3. Barcelona (+1) – £2.71bn (+12.2%)
4. Bayern Munich (-1) – £2.44bn (+0.4%)
5. Liverpool (+2) – £2.26bn (+19.3%)
6. Manchester City (-1) – £2.21bn (-0.3%)
7. Chelsea (-1) – £1.88bn (-6.3%)
8. Tottenham Hotspur (+1) – £1.75bn (+15.8%)
9. Paris Saint-Germain (+2) – £1.62bn (+36.7%)
10. Arsenal (-2) – £1.57bn (-13.2%)