Ballið er búið í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar eftir að Bayern vann sigur á Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum en um er að ræða þriðju umferðina eftir að deildin fór aftur af stað.
Joshua Kimmich skoraði eina markið undir lok fyrri hálfleiks en hann lyfti boltanum glæsilega yfir markvörð Dortmund.
Sigur Bayern fer langt með að tryggja liðinu sigur í deildinni en liðið hefur nú sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir.
Leikurinn var jafn og hefði getað farið í báðar áttir en sigursælasta félag Þýskalands hafði betur.