Liverpool ætlar að selja þrjá leikmenn til að fjármagna kaup á Timo Werner framherja RB Leipzig. Enskir miðlar fjalla um.
Werner ku hafa fundað með Jurgen Klopp stjóra Liverpool á dögunum, þeir tóku fjarfund enda bannað að hittast á tímum kórónuveirunnar.
Werner kostar í kringum 50 milljónir punda og er sagt að Klopp vilji fjármagna kaupin með því að selja þrjá leikmenn.
Sagt er að Liverpool telji sig geta fengið 27 milljónir punda fyrir Xerdan Shaqiri. Þá er sagt að Liverpool vilji selja Harry Wilson sem er í láni hjá Bournemouth og Marko Grujic sem er í láni hjá Hertha Berlin.
Liverpool telur sig geta fengið 40 milljónir punda fyrir þá en báðir hafa staðið sig vel á láni.