fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Puma staðfestir stóran samning við KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PUMA hefur staðfest stóran samning við KSÍ, þetta var staðfest í fréttatilkynningu nú í morgun.

„Ég hef verið afar hrifin af þeim árangri sem Íslands hefur náð,“
sagði Björn Gulden stjórnarformaður PUMA. „Þrátt fyrir að vera fámenn þjóð þá hefur Íslands marga hæfileikaríka leikmenn. Það er frábært viðhorf þarna og það er góður liðsandi. Við erum spennt fyrir því að vinna með KSÍ.“

Í fréttatilkynningu Puma er talað um það magnaða afrek að Ísland með 330 þúsund íbúa hafi komið karlaliði sínu á EM 2016 og HM 2018. Þá er talað um frábæran árangur kvennalandsliðsins sem komst þrjú ár í röð inn á EM.

Hið fræga Víkingaklapp er svo einnig til umræðu. „Við erum spennt fyrir því að vinna með Puma, eitt stærsta íþróttafyrirtæki í heimi,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ.

Ítalía, Austurríki, Serbía, Sviss og Tékkland eru einnig á meðal landsliða sem leika í Puma. Íslenska landsliðið hefur leikið í Errea um langt skeið en nú er það skeið á enda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Í gær

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Í gær

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“