Innbrot hjá þekktum knattspyrnumönnum eru að færast í aukanna og er að verða vinsælt hjá þeim að vera með hund sem vaktar heimilið hjá sér.
Þannig sega ensk blöð í dag að ótti sé á meðal enskra landsliðsmanna, þeir sem ekki eru með varðhund heima hjá sér eru að kaupa slíkan. Hundaæði á Englandi.
Hamza Choudhury, leikmaður Leicester stökk á tækifærið og hefur keypt sér tvo öryggishunda til að vakta heimilið sitt.
Ensk blöð segja að hann hafi greitt 50 þúsund pund fyrir hundana tvo eða tæpar 9 milljónir íslenskra króna.
Hundarnir eru þjálfaðir til að verja eiganda sinn og heimili hans.