Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni er sakaður um að hafa tekið þátt í hópnauðgun á meðan útgöngubann var í Bretlandi.
Daily Mail fjallar um málið en segir að ekki sé hægt að nafngreina leikmanninn eða stelpuna á meðan rannsókn er í gangi.
Í gleðskap sem konan mætti í kveðst hún hafa dottið út eftir að hafa verið byrlað. Hún hafi svo vaknað við hlið leikmannsins.
Hún segir að leikmaðurinn og vinir hans hafi nauðgað sér eftir að hafa sett lyf út í drykk hennar.
Bannað var að hitta fólk á meðan útgöngubannið var í gangi. Konan vaknaði nakin daginn eftir og var með rispur víða um líkama sinn.