Tveir aðilar er tengjast ensku úrvalsdeildinni greindust með kórónuveiruna þegar leikmenn og starfslið var prófað.
Um er að ræða aðra umferð af prófum sem þessi hópur fer í gegnum, staðfest smit eru því átta. Ekki kemur fram hjá hvaða félögum þessi nýju smit eru en þau eru ekki hjá sama félaginu.
Tveir aðilar greindust þegar prófað var fyrir veirunni á meðal 996 aðila.
Vonir standa til um að enska úrvalsdeildin geti fari af stað í júní, óvíst er hvort það takist.
Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á samfélagið á Englandi en útgöngubann var í landinu í um átta vikur.