fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Auðmjúkur Ágúst – Maðurinn sem tók af honum starfið sá besti í bransanum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 19:30

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli síðasta haust þegar Ágúst Gylfason var rekinn úr starfi sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla. Ágúst hafði náð góðum árangri en Blikar vildu meira.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tók starfið en hann hafði komið Gróttu upp í Pepsi Max-deildina, magnaður árangur. Ágúst tók svo við starfi Óskars hjá Grótttu að lokum.

Ágúst ræðir málið við Fótbolta.net og hann telur að Breiðablik verði Íslandsmeistari í sumar enda sé Óskar besti þjálfari landsins. „Blikar eru best mannaðir. Þeir hafa marga unga leikmenn en líka eldri, þetta er frábær blanda. Þeir eru með besta þjálfarann á landinu og þetta ætti ekki að geta klikkað að mínu viti,“ sagði Ágúst við Fótbolta.net.

Óskar var kjörinn þjálfari ársins 2019 af samtökum íþróttafréttamanna og Ágúst segir hann þann besta í bransanum. „Er það ekki? Jú hann er besti þjálfari landsins samkvæmt 2019. Hann gerði frábæra hluti með Gróttu og það verður ekki tekið af honum. Hann var kosinn besti þjálfarinn og með þetta lið í höndunum þá er það mín sannfæring að þeir muni standa uppi sem Íslandsmeistarar. Enda þekki ég allt í Kópavoginum, bæði leikmenn og metnaðinn þar,“ segir Ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu