Það er sorg í herbúðum Real Madrid eftir að Amador Suarez, fyrrum varaforseti félagsins féll frá í gær.
Suarez hafði barist við COVID-19 veiruna í 41 dag þegar hann féll frá í gær, 76 ára að aldri.
Suarez var varaforseti Real Madrid frá 2007 til 2009 þegar stjörnur liðsins voru Raul, Roberto Carlos og fleiri góðir.
Áður var hann stjórnarformaður hjá félaginu. ,,Real Madrid og stjórn félagsins er með sorg í hjarta eftir fráfall Amador Suarez,“ sagði í yfirlýsingu félagsins.
,,Félagið sendir samúðarkveðju á fjölskyldu og ástvini hans.“
Rúmlega 20 þúsund hafa látist vegna veirunnar á Spáni en ástandið hefur verið verst í höfuðborginni.