Tíu einstaklingar i tveimur efstu deildum fótboltans í Þýskalandi eru smitaðir af kórónuveirunni. 1724 próf voru gerð.
Þýska deildin vill fara aftur af stað og stefnir á að byrja leik 16 maí.
Til að hefja leik þarf að prófa menn reglulega, enginn var með veiruna í FC Bayern en tíu jákvæð próf komu til baka.
FC Köln greindu frá því á föstudag að þrír einstaklingar hefðu greinst með veiruna hjá þeim, allir aðrir leikmenn voru prófaðir en greindust ekki með veiruna.
Ekki kemur fram hjá hvaða liðum þessi tilfelli voru en þau tengjast ekki svo ætla má að um sé að ræða eitt stakt tilfelli hjá hverju liði.
Æfingar hafa verið leyfðar í Þýskalandi síðustu daga og vikur en líklega fer deildin af stað fyrst allra af stærstu deildum Evrópu.