Ríkisstjórn Boris Johnson, hefur beðið allar stærstu íþróttagreinar landsins um að byrja að undirbúa endurkomu. Ríkisstjórnin vonast til þess að íþróttir fari af stað í byrjun júní, með þessu vilja þau reyna að létta lundina hjá þjóðinni eftir erfiða tíma. Ekki hefur verið spilað í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.
Áhorfendur fá ekki að mæta á völlinn en vonir standa til um að allir 92 leikirnir verði í beinni útsendingu í ensku úrvalsdeildinni.
Miklar deilur eru um það hvort það sé óhætt fyrir fótboltann að snúa aftur, Frakkland hefur ákveðið að banna íþróttaviðburði fram í ágúst.
Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports segir að líklega væri öruggast að klára ensku deildina í öðru landi.
,,Ef enska úrvalsdeildin ætlar að klára leikina á öruggan hátt, þá er líklega best að fara í annað land. Fara með þetta í deild sem er þrjá til fjóra tíma í burtu og hefur náð tökum á þessu,“ sagði Neville.
,,Það eru staðir í Evrópu sem gætu haldið þessa leiki, ég efast um að það sé hægt að klára þetta á Englandi.“