Ríkisstjórn Boris Johnson, hefur beðið allar stærstu íþróttagreinar landsins um að byrja að undirbúa endurkomu. Ríkisstjórnin vonast til þess að íþróttir fari af stað í byrjun júní, með þessu vilja þau reyna að létta lundina hjá þjóðinni eftir erfiða tíma. Ekki hefur verið spilað í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.
Áhorfendur fá ekki að mæta á völlinn en vonir standa til um að alli 92 leikirnir verði í beinni útsendingu í ensku úrvalsdeildinni.
Miklar deilur eru um það hvort það sé óhætt fyrir fótboltann að snúa aftur, Frakkland hefur ákveðið að banna íþróttaviðburði fram í ágúst.
Sky Sports fjallar um endurkomu enska boltans og hvernig reglurnar verða. Þar á meðal eru kórónuveirupróf tvisvar í viku. Þegar liðin hefja æfingar aftur í maí verða tvö próf á viku.
Þá þurfa leikmenn að æfa með grímu eða klút fyrir andliti þegar æfingar hefjast að fullum krafti.