fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Nýr veruleiki þegar allt fer af stað: Kynlíf bannað og aldurstakmark

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Boris Johnson, hefur beðið allar stærstu íþróttagreinar landsins um að byrja að undirbúa endurkomu. Ríkisstjórnin vonast til þess að íþróttir fari af stað í byrjun júní, með þessu vilja þau reyna að létta lundina hjá þjóðinni eftir erfiða tíma. Ekki hefur verið spilað í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.

Áhorfendur fá ekki að mæta á völlinn en vonir standa til um að alli 92 leikirnir verði í beinni útsendingu í ensku úrvalsdeildinni.

Miklar deilur eru um það hvort það sé óhætt fyrir fótboltann að snúa aftur, Frakkland hefur ákveðið að banna íþróttaviðburði fram í ágúst.

Ef og þegar boltinn fer af stað aftur verður hins vegar annar raunveruleiki en fólk þarf að venjast. Hér að neðan eru nokkar breytingar sem líklega verða við gildi.

Kynlífsbann
Í Þýskalandi verður leikmönnum bannað að sofa hjá unnustu sinni ef hún er með kvefeinkenni, þessi regla ku verða við líði á Englandi einnig.

Bannað að hrækja
Leikmenn munu fá gult spjald fyrir að hrækja, eitthvað sem allir eru hættir að gera í dag vegna veirunnar.

Fimm skiptingar
FIFA leggur til að það verði fimm skiptingar til að létta undir álaginu sem kann að koma þegar boltinn rúllar af stað.

Allt sótthreinsað
Kórónuveiran er talinn lifa í 72 klukkustundir þegar smitaður einstaklingur snertir eitthvað eða hóstar yfir það. Enska úrvalsdeildin ætlar að sótthreinsa allt sem hægt er þegar leikar fara af stað aftur.

Ekki snertingar í hornspyrnum
Leikmenn verða hvattir til þess að snertast ekki í hornspyrnum, líklega óumflýjanlegt að snertingar verði.

Aldurstakmark
Fólk yfir sjötugt er sagt í miklum áhættuhópi, á Engalndi er það skoðað að banna starfsfólk yfir sjötugt á leikjum. Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace er 72 ára og má þá ekki mæta til vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Í gær

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“
433Sport
Í gær

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti