Mohamed Salah, kantmaður Liverpool ætlar ekki að mæta með bumbu þegar enski boltinn fer að rúlla aftur af stað.
Tæpir tveir mánuðir eru síðan deildin fór í pásu vegna kórónuveirunnar. Ríkisstjórn Englands og enska úrvalsdeildin taka nú samtalið, vonir standa til um að deildin fari af stað í júní.
Salah hefur æft vel heima hjá sér og það vakti athygli þegar hann birti mynd af sér á Instagram um helgina. Klukkan 02:40 að nóttu til var Salah í ræktinni.
Sóknarmaðurinn æfði þá eins og óður maður til að halda sér í sínu besta formi. Liverpool er hænuskrefi frá því að vinna deildina í fyrsta sinn í 30 ár.