Ríkisstjórn Boris Johnson, hefur beðið allar stærstu íþróttagreinar landsins um að byrja að undirbúa endurkomu. Ríkisstjórnin vonast til þess að íþróttir fari af stað í byrjun júní, með þessu vilja þau reyna að létta lundina hjá þjóðinni eftir erfiða tíma. Ekki hefur verið spilað í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.
Áhorfendur fá ekki að mæta á völlinn en vonir standa til um að alli 92 leikirnir verði í beinni útsendingu.
Vonir standa til að deildin byrji snemma í júní en til þess að leikur fari fram þurfa 300 einstaklingar að koma að leiknum.
Starfsfólk liðanna (72+)
40 leikmenn, 32 þjálfarar og læknar
Dómarar (12)
6 dómarar, 3 í marklínutækni og 3 í VAR
Starfsfólk deildarinnar (3)
Sjá um að framkvæmd leiksins sé rétt
Starfsfólk við leikinn (16+)
Læknar, lyfjapróf og vallarstarfsmenn
Fjölmiðlar (130+)
77-100 fyrir sjónvarp og útvarp, 28 blaðamenn, 2 ljósmyndarar og fjölmiðlafólk frá félaginu