Barcelona virðist hafa lekið því hvaða treyju Manchester United mun nota á næstu leiktíð.
Þetta gerði félagið á Youtube rás sinni en þar átti að vera leikur á milli Barcelona og Manchester United Í PES, tölvuleiknum.
Þessi treyja hefur áður birst á veraldarvefnum en Barcelona hefur tekið myndbandið niður.
Treyjan vekur athygli en það er Adidas sem framleiðir áfram treyju Manchester United.