Ensk götublöð fullyrða að Manchester United sé skrefi nær því að ganga frá kaupum á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund.
Enski kantmaðurinn hefur lengi verið orðaður við United en Dortmund hefur játað því að líklega verði hann seldur i sumar.
Sancho er tvítugur enskur landsliðsmaður sem hefur spilað frábærlega fyrir Dortmund síðustu mánuði, talið er að hann muni kosta í kringum 100 milljónir punda.
Ensk götublöð segja í dag að United hafi náð samkomulagi við Sancho, búið sé að ganga frá því hversu langur samningur hans verður, hvað Sancho fær í laun og fleira.
Nú þarf United samkvæmt þessu að ganga frá samningi við Dortmund um kaupverðið og þá ætti allt að geta gengið í gegn.