fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Röltu um Selfoss og leituðu að vændishúsi í bænum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson, var í skemmtilegu viðtali við hlaðvarpsþáttinn Fantasy Gandalf í gær og fór yfir knattspyrnuferil sinn og fleira gómsætt. Ingólfur var öflugur leikmaður en tónlistin tók fljótt yfir, hann reyndi þó að halda áfram í fótbolta en það með misgóðum árangri. Oft illa sofinn eftir brölt næturinnar, með gítarinn. Hann lék með uppeldisfélagi sínu á Selfossi en einnig með Fram og Víkingi í höfuðborginni.

Hann rifjaði upp sögu frá árinu 2010 þegar hann sótti þrjá leikmenn frá Senegal sem Selfoss fékk um mitt sumar, þeir styrktu liðið lítið en voru fljótir að vekja athygli í bænum.

,,Þegar þeir komu fyrst, þá komu þeir þrír saman held ég. Ég var beðinn um að sækja þá til Keflavíkur, þrír Senegalar,“ sagði Ingó við Fantasy Gandalf en bílferðin var skrautleg. ,,Ekki einn af þeim talaði stakt orð í ensku, þetta voru góðir tveir tímar í bílnum. Ég var að reyna að sýna þeim Bláa lónið, þeir vissu ekkert hvað það var. Svo Hellisheiði og Hveragerði, þeir voru að reyna að spyrja mig og ég skildi ekkert.

Guessan Be Herve og Jean Stephane YaoYao komu til Selfoss árið 2010.

Ingó sagði svo við Huga Halldórsson og Ingimar Finnsson sem stýra þættinum að hann gæti ekki sagt þeim allt, það kæmi að þætti loknum. ,,Svo fóru þeir að leita af hinu og þessu á Selfossi en fundu ekki allt,“ sagði Ingó.

Samkvæmt heimildum DV röltu þeir félagar um bæinn og fóru í hið minnsta í tvær verslanir, þar spurðust þeir fyrir um hvar vændishúsið í bænum væri staðsett. Uppi varð fótur og fit í bænum og málið rætt á kaffistofum bæjarins næstu daga enda ekkert slíkt hús til á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Í gær

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu