fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Ósyndur Jón Kári átti erfitt með að segja Loga frá því: „Við vorum þrír ósyndir bræðurnir saman slakir“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Kári Eldon, fyrrum leikmaður KR og fleiri liða var að æfa með liðinu árið 2009 þegar óvænt staða kom upp. Logi Ólafsson, þá þjálfari liðsins ákvað að hafa sundæfingu, þegar það kom í ljós að völlurinn þar sem KR átti að æfa var uppbókaður.

,,Það var ein æfing, hún var tvíbókuð. Meistaraflokkur kvenna og við. Logi gefur eftir, segir að við förum bara í sund á Nesinu,“ sagði Jón Kári þegar hann rifjaði upp þennan tíma árið 2009 í Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla.

Það sem verra var að Jón Kári kann ekki að synda en hann átti erfitt með að tjá Loga það.

,,Ég er ósyndur, mér líður ekki vel í vatni. Við förum þangað, ég þarf að segja Loga að ég kunni ekki að synda. Hann segir 20 ferðir af þessu og 20 af hinu, það var bara sundæfing. Ég mætti aldrei í skólasund. Ég segi við Loga að ég sé ósýndur, hann deyr úr hlátri,“ sagði Jón Kári.

Logi tjáði honum að fara annað. ,,Hann sagði mér að ég gæti bara farið í pottinn með þeim, þá sitja Jordao Diogo og Prince Rajcomar í pottinum. Ósyndir líka, við vorum þrír bræðurnir saman slakir. Ég held að Logi sé ennþá að hlæja.“

Þátt Jóhanns má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Í gær

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?