Bakvörðurinn Sergino Dest hefur neitað því að hann hafi verið að skoða aðstæður hjá Bayern Munchen í febrúar.
Dest er leikmaður Ajax í Hollandi en hann var mættur á leik gegn Hoffenheim í síðasta mánuði.
Talað var um að Bayern hefði boðið leikmanninum í heimsókn en hann hafnar þeim sögusögnum.
,,Ég var aðallega þarna því ég á fjölskyldu þarna. Ég hugsaði líka að ef Bayern myndi sýna áhuga þá væri gott að vita hvernig félagið virkar,“ sagði Dest.
,,Ég taldi það vera gaman að kíkja við. Ég var ekki boðinn til félagsins eins og talað var um. Það var ekkert meira en það.“