Bruno Fernandes hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta var staðfest í dag en Fernandes hefur spilað með United síðan 30. janúar er hann kom frá Sporting.
Fernandes hefur staðið sig vel síðan hann kom og fékk verðlaun frá úrvalsdeildinni fyrir það.
Þessi 25 ára gamli leikmaður aðlagaðist strax og er búinn að opna marka og stoðsendingareikninginn.
Fernandes kostaði United 50 milljónir punda en hann er einnig portúgalskur landsliðsmaður.