fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Eiginkona Arteta tjáir sig: Hann hefði bara tekið verkjatöflur og farið í vinnuna

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. mars 2020 21:45

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lorena Bernal, eiginkona Mikel Arteta, hefur tjáð sig um stöðu eiginmannsins en hann er með kórónaveiruna.

Arteta greindist með veiruna fyrir helgi og var í kjölfarið hætt við leiki í ensku úrvalsdeildinni.

,,Ég vil þakka öllum sem hafa sent batakveðjur, skilaboð, tölvupósta og hafa hringt, þetta hefur verið yfirþyrmandi,“ sagði Bernal.

,,Ég skil það að þið viljið fá að vita hvað er í gangi. Eiginmanni mínum líður vel. Það er rétt að hann hefur verið með einkenni veirunnar en þau hafa aldrei stöðvað hann frá því að vinna.“

,,Hann hefði bara tekið verkjatöflur og farið í vinnuna svo það er ekkert stórmál. Hann er með smá hita, smá hausverk en það er allt saman. Þannig er hans reynsla af þessu. Mér og börnunum líður vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum