Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, er sagður vera við það að segja af sér.
Frá þessu greina enskiur miðlar en gengi enska liðsins hefur ekki verið gott undanfarin misseri.
England hefur tapað átta af síðustu 12 leikjum sínum en liðið á að vera með eitt það sterkasta í Evrópu.
Neville hefur verið þjálfari liðsins undanfarin tvö ár og náði góðum árangri til að byrja með.
Enska liðið komst til að mynda í undanúrslit HM síðasta sumar.