Chelsea er sagt hafa mikinn áhuga á að fá miðjumanninn Angel Gomes frá Manchester United í sumar.
Frá þessu greina enskir miðlar en Gomes er 19 ára gamall og þykir mjög efnilegur.
United er búið að bjóða leikmanninum 25 þúsund pund á viku til að reyna að halda honum í Manchester.
Gomes fær 10 þúsund pund á viku þessa stundina en hann vill fá enn betri samning ef hann á að framlengja.
Samningur hans rennur út eftir tímabilið og gæti Chelsea reynt að nýta sér það á næstu mánuðum.