Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon var gestur í hlaðvarpsþættinum Spekingar Spjalla sem kom út á fimmtudaginn.
Hörður er Íslendingum kunnur en hann var lengi frábær knattspyrnumaður og fór síðar í heim íþróttafrétta.
Í þættinum var Hörður spurður út í athyglisverða tíma eða þegar hann var skotmark grínþáttarins 70 mínútur.
Auðunn Blöndal, Sverrrir Þór Sverrisson, Sveppi, og fleiri góðir sáu um þáttinn sem naut gríðarlegra vinsælla á sínum tíma.
Þar var iðulega grínast í Herði sem fékk á endanum nóg og bað þá vinsamlegast um að láta sig í friði.
,,Ég held að þetta hafi hjálpað mér að vekja athygli á mér, ekki að ég sóttist eftir að þeir væru alltaf að pína mig,“ sagði Hörður.
,,Það getur verið auðvelt að plata mig því ég trúi fólki yfirleitt. Á tímabili þá var þetta mjög skemmtilegt en svo var ég orðinn þreyttur á þessu.“
,,Ég lokaði á þetta algjörlega og sagði að þetta gengi ekki lengur – að menn yrðu að fara að taka mig alvarlega sko. Auddi, sérstaklega Auddi, eitthvað það óþægilegasta sem ég lenti í var stjórnun.“
Hörður rifjar svo upp atvik í þáttunum þegar hann þurfti að gera og segja það sem Auðunn skipaði fyrir.,,
Síðar var hann plataður í viðtal við Guðjón Þórðarson þar sem ungur drengur böggaði hann lengi vel áður en ‘faðir’ drengsins lét sjá sig.
,,Ég fór í íþróttahúsið í Keflavík og Auddi stjórnaði mér þannig ég gerði allt sem hann sagði mér. Ég var með óþægilegar spurningar til dómara og þeir héldu að íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon væri orðinn geðveikur!“
,,Það voru ótrúlegar tíu mínútur en maður spilaði með þá. Vakningin er goðsagnarkennd. Viðtalið við Gauja Þórðar. Það er eitt mesta blöff sem margir tóku þátt í. Þetta var mjög logískt það sem var að fara að gerast.“
,,Hann var að fara út að taka við liði og ég man að við vorum búnir að reyna að ná í hann útaf einhverjum sögusögnum. Ég held að hann hafi verið á leið til Notts County en það var ekki alveg að gerast og gerðist síðar.“
,,Mér var sagt að ef ég ætlaði að ná viðtalinu þá væri hann á Hótel Loftleiðum og að ég færi þangað með tökumanni og við værum eini fjölmiðillinn sem nær viðtali við hann áður en hann fer.“
,,Ég fór þangað og byrjaði þetta viðtal. Ég byrja með þennan strák þarna og pabbi hans kemur með, ég hélt að þetta væri bara eitthvað raunverulegt! Gaui hefur ekki verið þekktur fyrir að vera mikill sprelli, hann er margt annað en mikill sprellari. Að hafa náð honum sýnir hversu mikill snillingur Auddi Blö er.“
,,Ég held á tímabili að pabbi stráksins ætlaði bara í okkur. Ég er mjög þakklátur fyrir því að ég hélt haus allan tímann. Ég var vissulega orðinn pirraður á honum.“