fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Óskar Hrafn um ósætti leikmanna í æfingaferð: Vildu taka ákvörðun sjálfir – ,,Einhverjir fúlir yfir vinstri grænni forsjárhyggju“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 5. mars 2020 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við strákana í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf í dag.

Þar fór Óskar yfir ýmis mál og á meðal annars æfingaferð Breiðabliks til Svíþjóðar í síðasta mánuði.

Talað var um það í febrúar að tveir leikmenn Breiðabliks hafi verið ósáttir við að Óskar hafi ferðast til Danmerkur til að hitta eigin fjölskyldu í miðri ferð.

Aðrir voru eitthvað ósáttir við útivistartímann í Svíþjóð og fór Óskar yfir öll þessi mál í þættinum í dag.

,,Ég held að þetta hafi verið tekið úr samhengi að einhverju leyti en þetta er þannig að leikmenn hafi ekki haft neina sérstaka skoðun um hvort ég færi eða ekki,“ sagði Óskar.

,,Ég held að einhverjir hafi viljað vera lengur úti og skemmta sér. Ég held að einhverjir hafi viljað rýmra svigrúm til að vera fullorðnir og sjálfstæðir, að þeir gætu sjálfir tekið ákvörðun um hvenær væri hollt að fara heim.“

,,Ég held í grunninn að ef þú myndir spyrja alla leikmenn Breiðabliks þá myndu þeir segja að þetta væri bara flott og eðlilegt. Akkúrat þarna voru einhverjir fúlir yfir því að það væri einhver vinstri græn forsjárhyggja að setja útivistartíma og þetta endaði svona.“

,,Ég þekki ekki hvernig miðbær Stokkhólms virkar en í grunninn þá held ég að þetta hafi verið blásið upp. Þessi hópur hefur ekki verið neitt nema frábær frá byrjun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Í gær

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona
433Sport
Í gær

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína