Heildarinneignir lífeyrissjóðanna hér á landi námu í árslok 2019 5.180 milljörðum króna, eða tæplega 5.2 billjónum, samkvæmt Fjármálaeftirliti Seðlabankans.
Fjórir stærstu sjóðirnir, LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta, áttu samtal um 3000 milljarða, eða þrjár billjónir króna, sem er um 57% af lífeyrissparnaði landsmanna en hlutfallið jókst um 0.4% í fyrra.
Alls nam aukningin í lífeyrissparnaði landsmanna um 752 milljarða, eða 17%, samtals í samtryggingu og í séreign.
Við árslok voru um 4.439 milljarðar króna í samtryggingarhlutanum, sem er aukning um 642 milljarða króna, en samkvæmt bráðarbirgðatölum um raunávöxtun nam hún 12 prósentum, sem er það mesta í 20 ár, ef undanskilið er árið 2005, er hún var 13.5%
Í séreignarsparnaði námu heildareignirnar 742 milljörðum, sem er aukning um 112 milljarða, eða 18%.
Erlendar eignir jukust um 455 milljarða og námu í lok árs 1.672 milljörðum.
Af erlendum eignum lífeyrissjóðanna eru um 1.363 milljarðar í verðbréfasjóðum og um 229 milljarðar í hlutabréfum. Afkoma erlendra hlutabréfa er sögð góð á árinu, til dæmis hækkaði vísitala MSCI um 27%.