fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025

Syndir vonbiðlanna – Lygar, svik og blekkingar: „Ferli mínum er lokið“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 8. mars 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur mikið gengið á í nýjustu þáttaröð The Bachelor, eða Piparsveinsins, þar sem Peter Weber leitar að hinni einu réttu. Konurnar sem keppa um hylli hans virðast nefnilega ekki allar þar sem þær eru séðar, en það hefur margoft gerst að keppendur í The Bachelor og The Bachelorette ljúgi um fortíð sína til að ná árangri í þáttunum. Hér eru nokkur svæsin dæmi.

Casey Shteamer.

Á milli tveggja karla

Piparsveinninn Ben Flajnik sendi Casey Shteamer heim í sextándu þáttaröð The Bachelor þegar hann komst að því að hún væri ástfangin af örðum manni. Fyrrverandi kærasti hennar, Michael, hafði haft samband við framleiðendur þáttanna og sagði sig og Casey enn vera í sambandi. Casey viðurkenndi fyrir Ben að hún hafði ekki verið hreinskilin við hann. „Ég var ástfangin upp fyrir haus af honum og hann sagði mér strax að hann vildi aldrei ganga í hjónaband,“ sagði Casey í þáttunum. „Ég hætti með honum fyrir ári en byrjaði aftur með honum því ég elska hann enn. Það væri auðvitað fullkomið ef ég væri frekar ástfangin af Ben.“

Wes Hayden.

„Ferli mínum er lokið“

Jillian Harris var skotin í Wes Hayden í fimmtu þáttaröð af The Bachelorette en rak hann heim þegar í ljós kom að hann tók bara þátt til að koma sér á framfæri sem tónlistarmaður. Wes ljóstraði síðar upp að hann hefði átt kærustu á meðan hann tók þátt í þáttunum. „Fyrsti gaurinn í The Bachelorette sem komst í topp fjóra og átti kærustu,“ sagði Wes í þáttunum. „Ferli mínum er lokið. Ég hefði gengið það langt að byrja með Jillian. Ég gerði allt sem ég þurfti, en þetta er hindrun sem ég verð að komast yfir. Ég ætla að fara heim. Hundurinn minn bíður eftir mér, sem og hljómsveitin. Við erum að kynna nýtt lag núna.“

Justin „Rated R“ Rego.

Kærasta í Kanada

Umdeildasti keppandinn í sjöttu þáttaröð af The Bachelorette var án efa Justin „Rated R“ Rego. Kærasta hans í Kanada hafði samband við piparjónkuna Ali Fedotowsky meðan á tökum stóð og Ali rak hann að sjálfsögðu heim.

Robby Hayes.

Allt fyrir frægðina

Einn af síðustu fjórum keppendunum í tólftu þáttaröð af The Bachelorette, Robby Hayes, var sakaður um að hætta með kærustu sinni til að taka þátt í þættinum og verða frægur. Hann sagðist hins vegar vera yfir sig ástfanginn af piparjónkunni JoJo Fletcher. JoJo fann til með Robby og endaði hann í öðru sæti.

Jed Wyatt.

Nokkurra daga trúlofun

Hannah Brown tók þátt í seríu 23 af The Bachelor og var síðan valin í hlutverk piparjónkunnar í fimmtándu þáttaröð af The Bachelorette. Hún valdi Jed Wyatt sem sinn maka en það fór ekki betur en svo að hann sveik hana illilega. Nokkrum dögum eftir að Hannah bað Jed um að kvænast henni sleit hún trúlofuninni því hún komst að því að Jed átti kærustu. Þá var hann einnig sakaður um að draga Hönnuh á asnaeyrunum til að „meika það“ í tónlistarbransanum.

Sydney Hightower.

Fórnarlambið

Sydney Hightower er ein af þeim sem keppa um hylli fyrrnefnds Peters í nýjustu seríu The Bachelor. Hún gerði sig auma í einum þættinum og sagðist hafa verið lögð í einelti sem unglingur. Á samfélagsmiðlum var það hins vegar opinberað að hún var vinsæl í grunnskóla, rómuð fyrir fegurð sína. Sydney svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum og sagðist vissulega hafa unnið fegurðarsamkeppni í grunnskóla en að það þýddi ekki að hún hefði verið vinsæl meðal jafningja sinna. „Að vinna fegurðarsamkeppni núllar ekki út kynþáttafordóma og einangrun sem ég hef þurft að þola. Ég var líka klappstýra og í mörgum klúbbum. Maður gerir hvað sem er til að passa í hópinn og ég reyndi.“

Victoria Fuller.

Hjónadjöfullinn

Svo er það Victoria Fuller, einnig keppandi í nýjustu þáttaröð The Bachelor. Fyrrverandi kærasta Peters, Merissa Pence, mætti í þáttinn til að vara hann við Victoriu. Sakaði hún Victoriu um að vera hjónadjöful. Victoria var send heim og birti dularfull skilaboð á Instagram í kjölfarið þar sem hún sagðist ætla að taka til varna seinna, einelti væri ekki í lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.