Yfirvöld í Portúgal hafa í dag gert húsleit hjá Jorge Mendes, umboðsmanni Cristiano Ronaldo. Hann er sakaður um að hafa hjálpað til við að svíkja undan skatti.
Gögn hafa lekið út er snúa að ímyndarétti leikmanna sem Mendes er með á sínum snærum. Mendes er einn áhrifamesti umboðsmaður fótboltans
Húsleit var gerð á skrifstofu hans sem og á tveimur heimilum sem Mendes á í Portúgal, yfirvöld í Portúgal telja að milljónir punda hafa verið komið framhjá skattyfirvöldum.
Á sama tíma eru yfirvöld að skoða greiðslur frá Porto, Benfica, Sporting Lisbon, Braga, Vitoria Guimaraes og Estoril sem öll eru í Portúgal.
Það var ekki bara ruðst inn hjá Mendes því lögfræðingur Cristiano Ronaldo sem starfar með Mendes, þurfti einnig að opna dyrnar fyrir yfirvöldum í dag.