fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

14 ár síðan tveir landsliðsmenn fengu ráð frá Heiðari – Nýttu það og komust langt

Victor Pálsson
Mánudaginn 2. mars 2020 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Helguson er nafn sem flestir landsmenn ættu að kannast við en hann er fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu.

Heiðar náði góðum árangri sem atvinnumaður en hann lék lengst með Watford á ferlinum.

Hann kom þó einnig við sögu hjá félögum eins og Fulham og Bolton en endaði ferilinn hjá Cardiff árið 2013.

Árið 2006 var Heiðar nýbúinn að skrifa undir samning við Fulham og spilaði þar undir stjórn Chris Coleman.

Heiðar fékk þá verkefni frá miðlinum Fótbolti.net og svaraði spurningum lesenda síðunnar.

Það er ansi athyglisvert að skoða spurningarnar og þá sérstaklega hverjir höfðu áhuga á að fá svar frá Heiðari.

Á meðal þeirra eru þeir Hjörtur Hermannsson, leikmaður Brondby og Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Millwall.

Eins og flestir vita þá er um að ræða tvo landsliðsmenn í dag en fyrir 14 árum síðan fengu þeir að spyrja þáverandi landsliðsmann spurninga.

Hjörtur var aðeins 11 ára gamall og Jón Daði 13 ára en eins og sjá má á spurningunum þá höfðu þeir áhuga á að vita aðeins meira um atvinnumannalífið.

Hér má sjá spurningarnar.

Hjörtur Hermansson, 11 ára, Reykjavík – Hvað er það sem gerir mann að góðum fótbolta manni?

Svar Heiðars: Hugarfar, vinna vel og nenna að æfa.

———————–

Jón Daði Böðvarsson, 13 ára, Selfoss – Hvernig var tilfiningin þegar þér var boðið að fara til enska liðsins Fulham?

Svar Heiðars: Mjög góð. Þetta var eitthvað sem mig var búið að dreyma um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar
433Sport
Í gær

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Í gær

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“