Marcin Bulka, fyrrum markvörður Chelsea, sagði ansi skemmtilega sögu af miðjumanninum Cesc Fabregas í gær.
Fabregas og Bulka voru saman hjá Chelsea á sínum tíma en eru nú báðir í frönsku deildinni. Fabregas leikur með Monaco og Bulka PSG.
Fabregas þurfti eitt sinn að kaupa Range Rover bifreið fyrir liðsfélaga sinn Willy Caballero eftir veðmál á æfingasvæðinu.
,,Einu sinni á æfingu þá sagði hann við markmann: ‘ef þú verð vítið mitt þá gef ég þér annan bílinn minn á morgun,’ sagði Bulka.
,,Hann varði ekki vítið en svo gerði hann það sama með Willy Caballero. Hann sagðist ætla að klaupa handa honum Range Rovers ef hann myndi verja. Hann varði það svo.“
,,Daginn eftir þá var Range Rover á bílastæðinu, örugglega frá árinu 1990 eða þar í kring. Allar rúðurnar voru brotnar, hurðin var næstuim farin af og það voru engir speglar.“
,,Hann sagði við Willy: ‘þarna er Range Rover bíllinn þinn.’