fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Íslenskir stuðningsmenn sammála eftir óvæntustu úrslit tímabilsins – ,,Viss um að hann hafi ætlað að tapa“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. febrúar 2020 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvæntustu úrslit tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni áttu sér stað í kvöld er Liverpool heimsótti Watford.

Liverpool hefur verið óstöðvandi á tímabilinu og var fyrir leikinn með 22 stiga forskot á toppnum.

Liðið hafði ekki tapað leik í 28 umferðum en gerði eitt jafntefli gegn Manchester United.

Watford var óvænt miklu betri aðilinn gegn verðandi meisturum í kvöld og vann sannfærandi 3-0 heimasigur.

Ismaila Sarr skoraði tvö fyrir Watford í seinni hálfleik en hann komst ítrekað inn fyrir vörn gestanna.

Sarr lagði svo upp síðasta mark leiksins á Troy Deeney til að tryggja Watford ótrúlegan 3-0 heimasigur.

Það var talað um leikinn á meðal stuðningsmanna Liverpool á Íslandi og var nóg um að vera í kommentakerfinu.

Þar virðast stuðningsmenn vera sammála um það að tapið hafi verið sanngjarnt og að Watford hafi átt sigurinn skilið.

,,Óhætt að segja að Watford hafi gjörsigrað okkur að öllu leyti í dag, hefði meira að segja getað farið verr,“ skrifar einn á Facebook síðu Liverpool.

Annar bætir við: ,,Sorglega hræðileg frammistaða okkar manna. Þykist ég viss um að Klopp ætlaði að tapa því þetta er svo langt frá því sem þeir hafa sýnt.“

Sá þriðji segir svo: ,,Áttu þennan sigur svo sannarlega skilið! Frábær leikur hjá þeim í Watford, það er bara að rífa sig í gang fyrir næsta leik og halda höfði!“

Tölfræðin úr leiknum talar sínu máli en Liverpool átti aðeins eitt skot á rammann og sjö tilraunir alls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag