fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Aron Einar vill halda Hamren í starfi sama hvernig fer: „Stjórn KSÍ og aðrir taka þá ákvörðun“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands vill halda Erik Hamren í starfi þjálfara. Sama hvort Ísland komist inn á EM eða ekki.

Eftir mánuð fer Ísland í umspil um laust sæti á EM í sumar, fyrst er leikur við Rúmeníu í undanúrslitum. Vinnist sigur þar fer liðið í hreinan úrslitaleik við Ungverjaland eða Búlgaríu.

,,Hamren er staðráðinn í að gera vel, hann er jafn hungraður og við að komast á EM,“ sagði Aron Einar við Ríkharð Óskar Guðnason í Brennslunni í morgun.

Ríkharð spurði Aron að því hvort hann myndi vilja hafa Hamren áfram í starfi, sama hvort Íslandi fari á EM eða ekki.

,,Já, já. Það er ekki undir mér komið, við eigum gott samband. Hann og leikmennirnir eiga gott samband, ekkert vandamál þar,“ sagði Aron en Hamren er að nálgast tvö ár í starfi.

,,Það er ekki undir mér komið, stjórn KSÍ og aðrir taka þá ákvörðun. Það er undir Hamren komið líka, við ætlum á EM. Við ætlum ekki að hugsa um hvort þjálfarinn verði áfram, við ætlum okkur á EM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki