fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Er Luke Shaw loks að springa út á sínu sjötta tímabili?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United þurfti að sætta sig við jafntefli í gær í leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

United spilaði við Club Brugge í fyrri leik liðanna í Belgíu en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Brugge komst yfir en Anthony Martial jafnaði svo metin fyrir gestina í fyrri hálfleik.

Luke Shaw, sem iðulega hefur spilað sem bakvörður lék á nýjan leik sem miðvörður í leiknum. Þar hefur hann blómstrað vinstara megin í þriggja manna línu.

Shaw kom til United sumarið 2014 en hefur ekki enn náð að slá í gegn, hann er þó aðeins 24 ára gamall og hefur tíma til þess að finna taktinn. Shaw hefur verið öflugur síðustu vikur, Gary Neville fyrrum fyriliði félagisns lofsyngur frammistöðu hans.

,,Ég tel að Luke Shaw sé að nálgast sitt besta sem hafsent í þriggja manna línu,“
skrifaði Neville.

,,Hann virkar sterkur og hlaupageta hans er á nýjan leik góð. Ég vona að hann sleppi við meiðsli,“ sagði Neville en Shaw hefur ítrekað meiðst og þá komið til baka í slæmu formi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opna samtalið við leikmann Barcelona

Opna samtalið við leikmann Barcelona
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Í gær

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið