fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Hörður að tapa gleðinni: Vill losna frá Akranesi og komast heim í Krikann: „Skagamenn vilja milljónir“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ingi Gunnarsson er ofarlega á óskalista FH, félagið vill fá þennan öfluga bakvörð aftur heim en hann er samningsbundinn FH. Þetta kom fram í Dr. Football í gær.

Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins vakti athygli á málinu og sagði málið í hnút.

,,FH-ingar vilja kaupa hann af Akranesi, fyrir upphæð sem er vel virði hans og jafnvel meira. FH-ingar vilja fá uppalda leikmenn heim, á næstu mánuðum,“ sagði Mikael en Hörður ólst upp í FH en fékk fá tækifæri.

Hörður er 22 ára gamall en hann hefur spilað með Ólafsvík, HK og ÍA síðustu ár.

,,Nokkrar milljónir heyrði ég, ég segi það með ábyrgð, Skagamenn vilja milljónir, Skagamenn eru grjótharðir. Gæinn er kominn í hálfgert þunglyndi, að fá ekki að fara. Hann er samningsbundinn, þá fara menn að tala um mannlega þáttinn. Skagamenn eru harðir á að spila honum í vinstri bakverði en hann er hægri bakvörður, þar labbar hann í liðið hjá FH,“ sagði Mikael

,,Það er smá fight þarna á milli, FH hefur ekki gefist upp. Það er verið að tala um það, ég heyrði það að Skagamenn skulda honum einhver laun.“

Kristján Óli Sigurðsson, sagði fjárhagsstöðu Skagamanna ekki góða og því gætu þeir endað á að selja Hörð.

,,Staðan er bara þannig, nákvæmlega þannig. Skaginn er búinn að eyða öllum peningum sem komu fyrir Arnór Sig og strákana sem fóru til Norrköping. Þetta er hátt í 70 milljónir, heyri ég. Þetta er lygilegt, þetta lið á að eiga peninga eftir að hafa fengið nánast óútfylltan tékka frá Rússlandi og Svíþjóð.“

Hörður gerði nýjan samning við ÍA í fyrra og á tæp tvö ár eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Isak fundaði með eigendunum

Isak fundaði með eigendunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann
433Sport
Í gær

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Í gær

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum