fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Þjóðarleikvangur ehf. býður út ráðgjafarþjónustu

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 20:52

Frá Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. febrúar s.l. var útboð á ráðgjafarþjónustu fyrir Þjóðarleikvang ehf. auglýst á útboðsvef Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og á evrópska efnahagssvæðinu. Markmið útboðsins er að leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar. Sviðsmyndirnar eru eftirfarandi;

  • Að aðstaða verði að mestu leyti óbreytt eða með lágmarksbreytingum og lagfæringum.
  • Að farið verði í viðbætur og framkvæmdir á núverandi aðstöðu til að uppfylla alþjóðlega staðla.
  • Að byggður verði opinn knattspyrnuvöllur með allt að 17.500 sæti.
  • Að byggður verði fjölnotaleikvangur með opnanlegu þaki með allt að 20.000 sæti.

Við greiningu á hverri sviðsmynd verður fjallað ýtarlega um kosti, galla, ávinning og áhættur af ólíkum leiðum. Auk þess mun kostnaðar- og tekjurammi verða settur fram fyrir hverja sviðsmynd í samræmi við fyrirliggjandi forsendur.

Áður en framangreint útboð var auglýst hafði í nóvember sl. farið fram forútboð á evrópska efnahagssvæðinu þar sem aflað var upplýsinga um áhuga og reynslu aðila af ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat á sviði byggingar og rekstrar fótboltaleikvanga. Niðurstaðan var sú að um miðjan desember hafði 31 aðili skráði sig inn og sótt gögn á útboðssíðuna og 13 aðilar skilað inn gögnum, þar af nokkur öflug og reynd alþjóðleg ráðgjafarfyrirtæki með mikla reynslu af byggingu og rekstri leikvanga. Í framhaldinu var lögð áhersla á að draga saman allar þær ábendingar sem frá þessum aðilum bárust og nýta við undirbúning útboðsins sem auglýst var nú í byrjun febrúar.

Eins og áður sagði er markmið útboðsins nú að leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra fyrrgreindra sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar. Auk þess er óskað sérstaklega eftir umfjöllun í skýrslu ráðgjafa um m.a. nýtingu vesturstúku Laugardalsvallar, hvort notað verði náttúrulegt gras eða gervigras, kostnaður við útlit og skel utan um leikvanginn, fyrirkomulag við móttökurými og móttökuherbergi.

Lögbundinn tilboðsfrestur er ríflega fjórar vikur og mun honum ljúka í byrjun mars. Þá verður farið í að meta tilboðin í samræmi við matslíkan útboðsgagna og í framhaldinu verður gengið til samningagerðar við þann aðila sem á hagkvæmasta tilboðið. Reikna má með að ráðgjafar geti hafið sína vinnu í lok mars og gera má ráð fyrir að gefinn verði þriggja mánaða tími til vinnslunnar. Þannig má gera ráð fyrir því að endanleg skýrsla liggi fyrir í júní/júlí og verði þá afhent eigendum Þjóðarleikvangs ehf. sem eru Reykjavíkurborg, Ríkissjóður og KSÍ.

Útboðið á útboðsvef Innnkaupsakrifstofu Reykjavíkurborgar:
https://utbod.reykjavik.is/reykjavik/aspx/ProjectManage/417

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið