fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Pogba og Raiola farsinn heldur áfram: Raiola biðst afsökunar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba hefur ákveðið að biðjast afsökunar á færslu sinni í gær

Það eru enn á ný læti í kringum Pogba og Raiola umboðsmann hans, þeir félagar gera nú allt til þess að tryggja að Pogba fari frá Manchester United í sumar. Miðjumaðurinn hefur viljað fara frá United í rúmt ár.

Pogba hefur spilað örfáa leiki á þessu tímabili en hann er frá vegna meiðsla, Raiola vill taka Pogba frá United í sumar en þangað kom hann árið 2016.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United þoldi ekki Raiola og hans vinnubrögð. Þeir rifust harkalega þegar Pogba fór ungur að árum frítt frá United til Juventus. ,,Þú getur ekki átt manneskju hvar sem er í heiminum. Ég vona að Solskjær sé ekki að gefa í skyn að Pogba sé fangi. Áður en Solskjær tjáir sig um það sem ég segi þá ætti hann að kynna sér samhengið betur,“ sagði Raiola í gær en áður hafði Ole Gunnar Solskjær sagt að Pogba væri í eigu Manchester United.

Í viðtali við Sky Sports sem birtist í dag kemur fram að Raiola sjái á eftir færslu sinni, hann hafi ekki ætlað sér að vanvirða Manchester United. Tímasetningin, rétt fyrir leik hjá félaginu hafi verið röng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal