fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Bróðir Pogba skvettir olíu á eldinn: Segir Pogba vilja vinna titla og að það sé ómögulegt hjá United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru enn á ný læti í kringum Paul Pogba og Mino Raiola umboðsmann hans, þeir félagar gera nú allt til þess að tryggja að Pogba fari frá Manchester United í sumar. Miðjumaðurinn hefur viljað fara frá United í rúmt ár.

Pogba hefur spilað örfáa leiki á þessu tímabili en hann er frá vegna meiðsla, Raiola vill taka Pogba frá United í sumar en þangað kom hann árið 2016.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United þoldi ekki Raiola og hans vinnubrögð. Þeir rifust harkalega þegar Pogba fór ungur að árum frítt frá United til Juventus. ,,Þú getur ekki átt manneskju hvar sem er í heiminum. Ég vona að Solskjær sé ekki að gefa í skyn að Pogba sé fangi. Áður en Solskjær tjáir sig um það sem ég segi þá ætti hann að kynna sér samhengið betur,“ sagði Raiola í gær en áður hafði Ole Gunnar Solskjær sagt að Pogba væri í eigu Manchester United.

Bróðir Pogba, Mathias Pogba hefur verið duglegur að ræða málin við fjölmiðla á Spáni en Real Madrid er orðað við Pogba. Hann ákvað í dag að skella olíu á eldinn.

,,Það vita allir að Paul vill fara frá Manchester United, hann vill spila í Meistaradeildinni og vinna titla,“ sagði Mathias.

,,Við vitum öll að United er ekki að fara að keppa um titla, sjáum hvað gerist í sumar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin