fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Systir hans vildi sjá hann spila með liðinu: Nafnið hennar á skónum – ,,Það sorglega er að hún er ekki hér til að sjá það“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Odion Ighalo, nýr leikmaður Manchester United, mun spila með nafn systur sinnar á skónum er hann spilar fyrsta leikinn fyrir félagið.

Ighalo opnaði sig í viðtali um helgina en systir hans Mary Atole lést skyndilega þann 12. desember síðastliðinn.

Hún var mikill stuðningsmaður United og vonaðist alltaf eftir því að bróðirinn myndi spila þar einn daginn sem varð svo að veruleika í janúar.

,,Systir mín var mikill stuðningsmaður Manchester United. Við ólumst öll upp við að horfa á liðið spila,“ sagði Ighalo.

,,Eiginmaður Mary er stuðningsmaður Chelsea og börnin þeirra halda með Liverpool og Manchester City en hún var alltaf trygg United.“

,,Hún vonaðist alltaf eftir því að ég myndi skrifa þar undir. Jafnvel þegar hún sá mig spila með Watford.“

,,Það sorglega er að nú hef ég skrifað undir hjá United en hún er ekki hér til að sjá það. Ég veit að hún fylgist með mér að ofan.“

,,Ég mun spila með nafnið hennar á skónum mínum svo hún sé alltaf með mér á Old Trafford eða í hvaða leik sem er með Manchester United.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening