Neymar mun taka þátt í leik Paris Saint-Germain og Dortmund í Meistaradeildinni í næstu viku.
Þetta hefur Thomas Tuchel, stjóri PSG, staðfest en Neymar hefur ekki spilað síðan 1. febrúar vegna meiðsla.
Það er þó ekki víst að Brassinn muni spila gegn Amiens í deildinni á morgun.
,,Með Neymar þá þurfum við að taka ákvörðun með lækninum um hvort hann spili á morgun eða ekki,“ sagði Tuchel.
,,Hann fer pottþétt með til Dortmunds en verður kannski ekki upp á sitt besta eins og fyrir tveimur vikum.“
,,Ég er viss um að hann muni hjálpa okkur í þessum leik og ég vona að hann komist ómeiddur úr þessu og nái nokkrum leikjum í röð þar til í lok tímabils.“